Að hlusta þegar enginn er að tala

16. November kl. 03:56 eftir Gummi Gulla

Það er staðreynd að sum fyrirtæki og einstaklingar eru lítið í umræðunni á netinu, sem vekur upp spurningar um hvað annað er hægt að gera heldur en fylgjast með umræðu um vörumerkið sjálft. Lítil, ný eða fyrirtæki með lítið umtal í netheimum finnast þau stundum fá takmarkað virði af því að fylgjast með umræðu á netinu vegna þess hversu lítið er sagt um þau eða hversu langur tími líður á milli umtals.

hlusta er eitt mikilvægasta skrefið í að ná til og koma á sambandi við viðskiptavini. Árangur á samfélagsmiðlum kemur með því að hlusta og taka þátt í umræðu kringum og um vörumerkið.

Að finna áhugasama

Lykillinn að því að skilja hvar tíma þinn og fjármagn sé best nýttur til að ná viðskiptavinum er fólgin í að vita hvar þessir mögulegu viðskiptavinir eru að ræða saman. Eru þetta bloggarar eða kjósa þeir frekar spjallþræði til þess að ræða saman? Hanga þeir á samfélagsvefjum eða nota þeir þær síður lítið?

Þú getur fylgst með umræðu um iðnaðinn þinn í staðinn fyrir sérstök vörumerki til að skilja hvernig viðskiptavinir eru að nota (eða ekki nota) netið. Sem dæmi, ef ég vinn fyrir bifvélaverkstæði, get ég leitað að umræðu um bíla, árekstra og þessa áhugasömu einstaklinga sem deila ráðum sín á milli eða leita ráða. Þar sem þessi umræða á sér stað vil ég vera og taka virkan þátt. Með þessu móti verður vera þín á netheimum mun skilvirkari til að hitta í mark og þú hefur meiri möguleika á kynnast viðskiptavininum betur.

Að finna samkeppni

Það hafa allir samkeppnisaðila og ef einhver er ekki að tala um þig, getur vel verið að þeir eru að tala um samkeppnina og getur þú lært mikið af þeirri umræðu.

Með því að fá innsýn í hvað viðskiptavinum finnst um samkeppnina og hvaða samkeppnisaðilar eru að taka þátt í umræðunni, færðu upplýsingar sem segja þér heil mikið og geta hjálpað þér. Sömuleiðis er hlutdeild þín í umræðunni innan iðnaðarins, sérstaklega í samanburði við samkeppnina, mjög mikilvægar upplýsingar.

Eitt mikilvægt: Leggðu áherslu á að tengjast viðskiptavinum og byggja upp alvöru samband með þeim. Þetta gildir sérstaklega ef þú ætlar að nálgast viðskiptavini samkeppnisaðila. Ekki elta niður mögulega viðskiptavini og með hefðbundnum miðlum til þess að skipta þér af og kynna vörur og þjónustu á yfirborðskenndan hátt. Myndaðu gott og langlíft samband.

Að finna lausnir

Vandamál, þarfir og óskir mögulegra viðskiptavina eða viðskiptavina samkeppnisaðila koma fram í netheimum daglega. Viðskiptavinir eru að gefa þér heilmikið af upplýsingum um hvaða vandamál þeir vilja að þú leysir sem birtist í öllu frá umsögnum um vörur til óformlegra athugasemda.

Hugsaðu út fyrir vörumerkið og hlustaðu á samræður um þau efni og vandamál sem varan þín eða þjónusta eiga að leysa.

Við köllum þetta að “hlusta á þarfir” og þetta snýst allt um að skilja hvernig þín vara eða þjónusta getur leyst vandamál fyrir fólk og auðveldað þér að tengjast þeim á persónulegum og hjálpsömum nótum þegar þau þurfa mest á þér að halda. Þetta snýst ekki um söluræður. Þetta snýst um að búa til lausn fyrir einhvern sem er að biðja þig um það. Með því að hlusta á umræður fólks sem þekkir ekki endilega þitt vörumerki, en þekkir iðnaðinn, þá getur þú lært að búa til betri og skilvirkari lausnir sem koma til móts við þær þarfir sem fólk hefur.

Þetta er stærra en vörumerkið

Þegar öllu er á botnin hvolft þá snýst þetta ekki bara um að finna vísanir í þitt vörumerki. Umræðan er stærri en vörumerkið og þú þarft að finna mikilvægar samræður innan samfélaga sem þú þjónar og skilja hvernig þau hafa áhrif á þinn rekstur og mögulega vöxt. Þegar þú hlustar þá færðu mikilvægar upplýsingar, innsýn eða skilning á og frá viðskiptavinum.

Vaktarinn

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.