Leitin að forseta Íslands

12. January kl. 10:29 eftir Gummi Gulla

Á því herrans ári 2012 stendur íslenska þjóðin frammi fyrir mikilvægri ákvörðun: hver skal vera næsti þjóðarleiðtogi Íslands? Í nýársávarpi sínu gaf Ólafur Ragnar Grímsson í skyn að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram í fimmta sinn. Sú tilkynning hefur hleypt af stað þó nokkurri umræðu um hver ætti að taka við kyndlinum (Kindle-num?). Við munum fylgjast vel með umræðunni um forsetakapphlaupið og birta áhugaverðar niðurstöður hér á blogginu.

Lesa meira

Munurinn á að mæla og hlusta

11. January kl. 03:18 eftir Gummi Gulla

Íslensk fyrirtæki eru hægt og rólega að átta sig á því að árið er 2012 og samfélagsmiðlar eru komnir til þess að vera. Stór sprenging í notkun á Facebook og Twitter á Íslandi hefur ollið því að fyrirtæki eru í sífellt auknu mæli að sækja á þessa miðla til þess að ná betur til viðskiptavina. Mörg fyrirtæki sjá þarna tækifæri til þess að taka þátt, önnur að senda út skilaboð og enn önnur fara út í samfélagsmiðla vegna þess að allir aðrir eru að gera það. En hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækin? Lesa meira

Að hlusta þegar enginn er að tala

16. November kl. 03:56 eftir Gummi Gulla

Það er staðreynd að sum fyrirtæki og einstaklingar eru lítið í umræðunni á netinu, sem vekur upp spurningar um hvað annað er hægt að gera heldur en fylgjast með umræðu um vörumerkið sjálft. Lítil, ný eða fyrirtæki með lítið umtal í netheimum finnast þau stundum fá takmarkað virði af því að fylgjast með umræðu á netinu vegna þess hversu lítið er sagt um þau eða hversu langur tími líður á milli umtals. Lesa meira

Nýja vefsíða Vaktarans

13. September kl. 06:20 eftir Vaktarinn

Það gleður okkur að fá að kynna glænýja vefsíðu Vaktarans. Vefsíðan hefur verið í vinnslu í tæplega mánuð og er nú loksins fullbúin og til í slaginn. Fyrrum vefsíða Vaktarans (sjá á mynd fyrir neðan) var orðin lúin og gömul, enda hátt í tveggja ára gömul. Hraði netsins er það mikill að bera mætti saman tveggja ára gamla vefsíðu við hund á fimmtugsaldri.  Lesa meira

Að stilla RSS úr Vaktaranum

11. September kl. 04:12 eftir Kerfisstjóri

Við settum Vaktarann 2.0 í loftið fyrir stuttu síðan. Með uppfærslunni komu nokkrir mjög öflugir eiginleikar. Einn af þeim er að búa til RSS veitu úr niðurstöðum í Vaktaranum.

Með því að búa til RSS veitu er hægt að tengja hana við innri og ytri vefi fyrirtækisins. Þannig getur þú fengið efni um þínar leitir beint á þessa vefi, hvort sem um óritskoðað efni er að ræða, eða efni handvalið af þér. Lesa meira

Twitter á Íslandi 2010

6. November kl. 02:52 eftir Gummi Gulla

Við rákum okkur í þessa stórskemmtilegu grein á bloggi sem kallast Twitterfacts. Það sem gerir hana svo skemmtilega er að hún fer í gegnum ástand Twitterheima á Íslandi snemma árs 2008. Okkur fannst þar af leiðandi mjög sniðugt að gera sambærilega færslu, sem myndi útskýra ástandið snemma árs 2010. Lesa meira

Pepsi deildin 2010

27. September kl. 02:33 eftir Gummi Gulla

Fyrir nokkru síðan gerðum við hjá CLARA tilraunir með að sýna á skemmtilegan hátt markaskorun á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Við fengum frábær viðbrögð við þeirri greiningu, því liggur beint fyrir að gera slíkt hið sama með nýloknu Íslandsmeistaramóti. Lesa meira

Söguþjóðin mikla færir sig á netið

20. September kl. 02:31 eftir Gummi Gulla
Óhætt er að segja að íslendingar séu duglegir við að viðra skoðanir sínar á netinu og líklegast nýr kafli í bókmenntasögu þjóðarinnar tekinn við þar sem rafrænn ritmáti ræður ríkjum. Með tilkomu Internetsins og samfélagsmiðla eins og Facebook, Twitter og blogsíðna getur hver sem er stofnað sinn eigin fjölmiðil og náð til augu milljóna manna á svipstundu.

 

Þann 15. september síðastliðinn var ár frá því að ný íslensk þjónusta hóf að leita að öllu íslensku efni á netinu. Skiptir þá einu hvort efnið birtist á vefsíðum sem vistaðar eru hérlendis eða erlendis heldur leitar kerfið að íslenskum orðum og metur hvort færslan í heild sinni er á íslensku eða birtir t.d. einungis textabrot úr íslenskum lögum en er að öðru leyti á erlendu tungumáli.

Þjónustan, sem gengur undir nafninu Vaktarinn veitir fyrirtækjum ódýra og gagnvirka leið til að fylgjast með umtali um vörur og þjónustu fyrirtækisins. Er þjónustan því öflugt vopn fyrir fyrirtæki til að koma í veg fyrir og bregðast við neikvæðu umtali á netinu sem getur stórlega skaðað ímynd fyrirtækisins. Afleiðingar geta verið minni sala og aukinn markaðskostnaður til að bæta upp fyrir ímyndatapið og tekjumissi.

Á þessu ári sem Vaktarinn hefur verið að vakta íslenska umræðu hefur margt áhugavert og skemmtilegt komið fram og ljóst að þjóðin hefur tjáð sig á netinu sem aldrei fyrr.
Alls hefur Vaktarinn fundið 2.571.995 greinar eða færslur sem Íslendingar hafa skrifað á síðastliðnu ári.
Ef við gefum okkur að þessar greinar séu skrifaðar af fólki milli tólf og sjötugs, þá skrifaði hver Íslendingur á þessum aldri að meðaltali 10 greinar eða færslur á árinu.
Allt í allt voru þetta 195.684.610 orð sem voru skrifuð á árinu og hefur því samkvæmt þessu hver Íslendingur að meðaltali skrifað 818 orð á netinu.

Þegar sérfræðingar Vaktarans fóru að grafa dýpra í þetta gríðarstóra gagnasafn kom ýmislegt áhugavert í ljós.
Samkvæmt Íslenskri orðtíðnibók er orðið “og” algengasta orðið í íslenskunni. En samkvæmt greiningu á gögnum Vaktarans er svo ekki. Algengasta orðið er einhver beygingarmynd sagnarinnar “að vera” (birtist 7.327.197 sinnum á síðasta ári). Annað algengasta orðið í íslensku netmáli er “að” sem var skrifað 6.754.132 sinnum. Og í þriðja sæti er svo fyrrverandi meistarinn “og” (5.547.245 sinnum).
Á þessu er sjálfsagt sú skýring að “og” ásamt “að” eiga sér aðeins eina birtingamynd, á meðan sögnin “að vera” getur birst í mörgum myndum (er-ert-erum-eruð-eru-var-vorum o.s.frv).
En af þessu má sjá að ritmál Íslendinga er að breytast með nýrri tækni.

Þetta gæti helgast af því að fólk er að skrifa á vettvangi þar sem meira er verið að skrifa um það sjálft og hluti sem gerast í kringum það. Flestir kannast sjálfsagt við þetta úr bloggum og öðrum færslum á samfélagsmiðlum þar sem við látum aðra gjarnan vita hvað er að gerast í okkar lífi.
Enda eru algengustu nafnorðin á netinu orð sem tengjast okkur náið, og raða orð eins og “maður” (513.642), “dagur” (484.912), “fólk” (313.070), “land” (219.436), “ísland” (219.436) og “staður” (146.724) sér í 6 af 10 efstu sætin yfir algengustu nafnorðin.

Það nafn sem oftast kemur fyrir er gamla góða og trausta nafnið “Jón” og er minnst á einn eða annan Jón 99.062 sinnum á síðasta ári. Eftir það koma Steingrímur (44.112) og Davíð (42.761).
Greinilegt er að stjórnmál eru algengt umritunarefni á netinu því algengasta kvenmannsnafnið er “Jóhanna” sem fannst 36.272 sinnum. Guðrún var í öðru sæti (28.621) og Kristín í þriðja (23.489).

Og stjórnmál eru fyrirferðamikil á netinu. Alls var talað um Samfylkinguna 53.718 sinnum, sem er töluvert minna en umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn (69.279). “Evrópusambandið” og “ESB” komu fyrir 89.695 sinnum.

Algengasta erlenda orðið sem birtist á íslenska hluta Internetsins er hið margumdeilda “Icesave” sem var ritað alls 76.427 sinnum á síðasta ári.

Mest umtalaða stofnunin er Seðlabankinn (36.600), svo kemur Landsbankinn (35.239) síðan ætti það etv ekki að koma neinum á óvart að í þriðja sæti er Kaupþing (18.495).

Mogginn vinnur fjölmiðlastríðið á netinu og þar sem hann kemur 26.525 sinnum fyrir en Fréttablaðið 18.145 sinnum. Hér getur stór þáttur verið að blöðin eiga það til að nefna sjálf sig í umfjöllunum og að mbl.is bloggið er mjög öflugt.

Síðan er nokkuð áhugavert að tölustafurinn “2” kom oftar fyrir en tölustafurinn “1”. Reyndar kom “3” oftar fyrir en “1” til að flækja málin enn frekar. Semsagt þá koma tveir fyrst, þrír annar og einn þriðji!

Að lokum má geta þess, áður en punktur er settur aftan við þessa yfirferð, að punkturinn (“.”) kom fyrir alls 7.268.628 sinnum.

Vaktarinn

HM 2010

15. July kl. 02:29 eftir Gummi Gulla

Nú anda andfótboltaáhugamenn léttar þar sem heimsmeistaramótinu í knattspyrnu var að ljúka. Þeir hafa núna rétt rúmlega mánuð þar til enski boltinn byrjar aftur, við mælum með að nota þann tíma vel. Farið í frí, útá land, takið með ykkur nesti og notið tíman í að kynnast aftur. Ekki samt gleyma að tippa fyrir fyrstu umferðina síðan… Lesa meira

RIMC 2010

16. March kl. 02:23 eftir Gummi Gulla

Föstudaginn 12. mars 2010 var Reykjavík Internet Marketing Conference (RIMC) haldið í Smárabíó. Við hjá Vaktaranum mættum auðvitað galvösk og vorum með bás, ásamt því að sitja á fyrirlestrunum.

Þrátt fyrir að Expóið fékk ekki eins mikið exposure og við hefðum verið til í, þá voru fyrirlestrarnir svo ótrúlega flottir að þetta var vel þess virði.

Hérna er smá samantekt á því helsta sem kom fram. Lesa meira