Munurinn á að mæla og hlusta

11. January kl. 03:18 eftir Gummi Gulla

Íslensk fyrirtæki eru hægt og rólega að átta sig á því að árið er 2012 og samfélagsmiðlar eru komnir til þess að vera. Stór sprenging í notkun á Facebook og Twitter á Íslandi hefur ollið því að fyrirtæki eru í sífellt auknu mæli að sækja á þessa miðla til þess að ná betur til viðskiptavina. Mörg fyrirtæki sjá þarna tækifæri til þess að taka þátt, önnur að senda út skilaboð og enn önnur fara út í samfélagsmiðla vegna þess að allir aðrir eru að gera það. En hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækin?

Það þarf að móta stefnu í því hvernig ímynd fyrirtækisins á að vera, hvað starfsmenn hafa leyfi til að gera og hvernig eigi að takast á við þetta skemmtilega fyrirbæri sem við köllum samtöl. Þegar kemur að því að skipuleggja sig og setja niður stefnu þarf að hugsa út í að hlusta og mæla.

Þessi hugtök hlusta og mæla eru mjög mikilvæg og þjóna í raun tveim mismunandi hlutverkum. Við skulum skoða þau aðeins betur.

Að hlusta

Það að hlusta (m.o.o. að fylgjast með umræðu) er ferlið að uppgötva nýjar samræður í þeim tilgangi að læra, taka þátt, hjálpa og vinna saman. Þú getur gert þetta með hverjum sem er, hvort það eru núverandi viðskiptavinir, verðandi viðskiptavinir, fyrrverandi viðskiptavinir, skoðanamyndandi fólk eða hver sem er. Það er líka munur á því hvað þú hlustar á og nokkrar leiðir til þess að taka þátt. Þú getur t.d. hlustað á umræðu um vörumerkið þitt, vörur/þjónustur sem þú býður upp á, samkeppnina, það sem er heitt í umræðunni í dag og fleira í þá átt. Þú getur síðan ákveðið að bara hlusta eða taka þátt og gert það með því að nálgast viðkomandi þar sem umræðan á sér stað, flétta honum upp í viðskiptamannaskrá og hafa samband þannig. Þegar kemur að því að hlusta þá skiptir það mestu máli að vera sem næst rauntíma. Markmiðið er að fylgjast með hugtökum og geta brugðist við um leið og eitthvað gerist.

Hvernig hjálpar Vaktarinn þér?

Í Vaktaranum getur þú sett upp leitir byggðar á hugtökum sem þú hefur áhuga á að skoða. Við skoðum alla helstu miðla þar sem umræða á sér stað. Þetta inniheldur fréttasíður, blogg, umræðuvefi, Facebook, Twitter og dagblöð (Fréttablaðið og Morgunblaðið) svo eitthvað sé nefnt. Í hvert skipti sem hugtök sem þú ert að leita að birtast á þessum miðlum grípur Vaktarinn það og birtir í vefviðmóti. Í þessu vefviðmóti getur þú séð hversu oft hugtökin eru nefnd á síðustu 90 dögum, hvernig það hefur verið að þróast, orðaský úr öllum greinunum og síðan listi með öllum greinunum. Þarna getur þú hlustað á þá umræðu sem á sér stað og smellt á þær greinar sem vekja athygli og tekið þátt.

Af hverju er mikilvægt að hlusta?

Það má líkja samfélagsmiðlum við stórt partý eða hanastél. Herbergið er fyllt af fólki sem hefur áhuga á því að tala saman, deila, taka á móti upplýsingum og tengjast, allt á meðan það heldur úti mörgum sjálfstæðum samræðum. Sumar af þessum samræðum geta verið um þig, samkeppnina eða iðnaðinn. Sumar af þessum samræðum geta verið fólk að leita að vörum eins og þínum. Þau munu tala um þessa hluti óháð því hvort þú ert að hlusta eða ekki. Þú myndir hins vegar ekki vita af þessum samræðum ef þú værir ekki að hlusta!

Að mæla

Ólíkt því að hlusta snýst það að mæla um að skoða hlutina yfir tíma. Það að hlusta svarar spurningunni “hver er að tala um [ákveðið hugtak] núna og hvað eru þau að segja?” á meðan mælingar svara spurningum á borð við “hvernig hafa lykilorðin mín þróast yfir tíma?” og “hvernig er það samanburðið við samkeppnina?”. Mælingar leyfa þér að meta hvort þú ert að hafa áhrif og skapa umræðu. Þú getur metið árangur herferða með því að sjá hvort fólk hafði áhuga á að tala um þær.

Hvernig hjálpar Vaktarinn þér?

Með Vaktaranum getur þú séð hversu margar greinar finnast sem innihalda lykilorðin þín. Þú getur kafað betur ofan í hvern miðil fyrir sig eða skilgreint tímabil sem þú hefur áhuga á. Slíkar mælingar er góð leið til þess að meta á yfirborðinu hvort herferðir séu að skila árangri. Ef enginn er að tala um nýju vöruna þína, er þá ekki kominn tími til að setjast aftur niður og meta hvort breyta þurfi um áherslur í skilaboðum til viðskiptavina.

Af hverju er mikilvægt að mæla?

Allir þurfa að svara fyrir útgjöldum. Ef þú ákveður að setja peninga í netmiðla, þá er eins gott að mæla árangurinn af því. Ein mæling er aukin sala eða heimsóknir á síðu, en önnur ekki síðri mæling er hversu margir eru að tala um vöruna eða herferðina. Samfélagsmiðlar eru sífellt að þróast og ótrúlega mikið magn af umræðu á sér stað þar á hverjum degi. Stöðugar mælingar tryggja það að þú sért á réttri leið og missir ekki tengslin við viðskiptavinina.

Samantekt

Það að hlusta og að mæla byggir á sömu upplýsingunum, en þjónar tveimur ólíkum hlutverkum. Þegar kemur að því að búa til stefnu í samfélagsmiðlum þarf að gera grein fyrir því hvernig fyrirtækið á að hlusta og hvernig það á að mæla. Ekki arka í blindni út í samfélagsmiðla, nýttu þér þau tól sem eru til staðar til þess að fylgjast með. Vaktarinn er eitt þeirra, en einnig kemur til greina að nota Google eða aðrar leitarvélar.

Þessi grein var þýdd og aðlöguð frá grein af Mashable.

Vaktarinn

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.