Pepsi deildin 2010

27. September kl. 02:33 eftir Gummi Gulla

Fyrir nokkru síðan gerðum við hjá CLARA tilraunir með að sýna á skemmtilegan hátt markaskorun á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Við fengum frábær viðbrögð við þeirri greiningu, því liggur beint fyrir að gera slíkt hið sama með nýloknu Íslandsmeistaramóti. Við fórum á heimasíðu KSÍ og fundum þar öll úrslit sumarsins úr Pepsi deild karla. Úr þeim gögnum bjuggum við til þessa fallegu mynd:

Hérna fáum við fallega mynd af markaskorun sumarsins, eðlilega eru efstu liðin með mun fleiri mörk skoruð og neðstu liðin með mjög mörg mörk fengin á sig, en það er gaman að sjá til dæmis að Selfoss voru duglegir að skora gegn liðum sem enduðu í neðri sætunum og línurnar mjókka meira er þú ferð til efri liðanna. Keflavík hins vegar hefur ekkert þannig mynstur, og virðist sem að dagsformið hafi skipt mestu sköpum þar á bæ. Svipaða sögu má segja um Stjörnuna þar sem hún átti til að raða inn mörkum og var í raun í 4 sæti yfir skoruð mörk, en skipting markanna hefði mátt vera jafnari til að fá fleiri stig í safnið.

Af þessu má dæma að skemmtilegast hefði fyrir hlutlausan áhorfanda að mæta á Selfoss leiki í sumar, þá hefði hann fengið að líta á 83 mörk skoruð, 81 mörk á Stjörnuleikjum og 79 á FH leikjum. Leiðinlegast hefði verið að mæta á leiki Keflavíkur og fá einungis að sjá 62 mörk, eða á 63 mörk Eyjamanna í ÍBV. En ef við förum í uppskeru á mörkum þá er sóknarliðið í ár FH með 48 mörk, á meðan varnarliðið er Íslandsmeistaralið Breiðabliks sem fengu aðeins 23 mörk á sig í ár á meðan þeir skoruðu aðeins einu marki minna en FH-ingarnir.

Við óskum Blikum til hamingjum með titilinn og hlökkum til næsta sumars sem verður vonandi hlýtt og bjart en með markaregni.

Vaktarinn

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.