RIMC 2010

16. March kl. 02:23 eftir Gummi Gulla

Föstudaginn 12. mars 2010 var Reykjavík Internet Marketing Conference (RIMC) haldið í Smárabíó. Við hjá Vaktaranum mættum auðvitað galvösk og vorum með bás, ásamt því að sitja á fyrirlestrunum.

Þrátt fyrir að Expóið fékk ekki eins mikið exposure og við hefðum verið til í, þá voru fyrirlestrarnir svo ótrúlega flottir að þetta var vel þess virði.

Hérna er smá samantekt á því helsta sem kom fram.

Jenny Leahy – Bing

Þau hjá Microsoft áttuðu sig á því að Live leitarvélin gékk illa að byggja upp brand og ná í markaðshlutdeild. Þá var farið í það að endurhugsa brandið og vildu þau ná tengingu við hvað leit stæði fyrir.

Bing var valið vegna þess að þau tengdu hljóðið “bing” við það þegar þú leitar að svari og ljósapera kviknar.

Eftir að þau kynntu Bing fóru þau upp frá 8% hlutdeild í 9,9% hlutdeild.

Ekki mikið meira sem kom fram hjá þeim.

Allan Dick, Jr. – Vintage Tub

Allan var ótrúlega hress en hann er markaðsstjóri (CMO) hjá Vintage Tub, sem störtuðu með því að taka baðkör og breyta þeim í vintage looking baðkör. Í dag selja þau meira af hefðbundnum innréttingum, þar sem eftirspurnin er orðin ótrúlega mikil.

Merkilegasta frá honum voru tölur frá Forrester Research um ecommerce. Hér er smá summary:

 • Ecommerce sala mun halda áfram að aukast næstu 3 ár (upp í $229.1 million)
 • SEO er mest effectívasta leiðin til þess að ná í viðskiptavini fyrir ecommerce (83% völdu)
 • Social media er one the rise sem leið til að ná í viðskiptavini (11% völdu)

Annars nefndi hann að þú þarft að hugsa út í menninguna í hverju landi fyrir sig þar sem þú ætlar að markaðssetja þig. Þetta á sérstaklega við í Social Media, Email marketing og online strategíum.

Matt Sewell – Hunterlodge

Hann Matt vinnur hjá Hunterlodge sem er sérhæfir sig í markaðssetningu háskóla í Bretlandi. Hann var partur af social media sessioninu! Hér er smá samantekt á því sem hann talaði um:

Hvað getur social media gert fyrir þig:

 • Stýra orðspori
 • Auka skilning á vörumerki
 • Búa til mikilvægi (salience) fyrir vörumerki
 • Auka umtal
 • Gefa vörumerki rödd og persónuleika
 • Auka tengsl til lengri tím
 • Tengja PR við ABL markaðssetningu.

Þegar kemur að háskólum treysta 95,2% meðmælum frá fólki sem hefur prófað að vera í skólanum! Aðeins 1,8% blaðagreinum, 0,8% TV auglýsingum og 0,3% blaðaauglýsingum.

Markmiðið er alltaf að búa til fylgjendur sem aktívt hjálpa þér að sækja fleiri fylgjendur.

En hvernig á að byrja:

 • Með því að hlusta…
 • Sætta sig við að það er þörf til þess að taka þátt!
 • Sætta sig við “stjórnleysið” – þú getur aðeins tekið þetta – ekkert vörumerki getur haft fulla stjórn (online og offline).
 • So get over it!

Hvað getur social media ekki verið/gert:

 • Virkað án þess að fullur stuðningur sé hjá háskólanum
 • Koma í stað áætlunar um markaðssetningu
 • Styttri tíma verkefni
 • Framleitt þýðingarfullar mælingar strax
 • Gert almennilega án raunhæfs budget
 • Tryggt niðurstöður
 • Komið í stað PR eða ABL advertising

Eitthvað var rætt um að glærurnar ættu að fara á netið. Endilega fylgist með á www.rimc.is hvort það komi ekki inn fljótlega.

Annars var þessi ráðstefna mjög góð í heildina litið. Vantar upplýsingar frá 2 af þeim sem voru í social media session hlutanum.

Við tökum kannski smá umræðu um restina af glærunum þegar þær koma á netið!

Kveðja,

Vaktarinn

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.