Vaktarinn er knúinn af framúrskarandi tækni

Vaktarinn er knúinn af CLARA textagreiningarkerfinu sem þróað var að íslenska sprotafyrirtækinu CLARA.   Með þessari einstöku tækni greinir Vaktarinn mikið magn texta um leið og hann birtiast á netinu.  Notandinn getur svo á auðveldan hátt búið til sínar leitir og dregið þannig saman upp­lýs­ing­ar um umræðu um fyr­ir­tæki, vörumerki og ein­stak­linga.  

Hjá Vaktaranum leggjum við áherslu á

  • Nothæfni: Það er mikilvægt fyrir okkur að viðskiptavinir sjái auðveldlega notagildi þjónustunar. Þar af leiðandi höfum við unnið hörðum höndum við að fá uppbyggilega gagnrýni til þess að bæta þjónustuna.
  • Auðvelt aðgengi: Mörg markaðsrannsóknartól eru flókin og erfið að nota. Við viljum að okkar viðskiptavinir hafi aðgang að okkar þjónustu hvar sem er og hvenær sem er.
  • Gegnsæi er allt: Það er okkur hjartans mál að allt sem við gerum sé skýrt og gegnsætt. Auðveld og gegnsæ verðskrá, skýr munur á þjónustustigi og engin óþarfa tæknileg orð til að flækja hlutina.

Markmið Vaktarans

  • Þegar Vaktarann var smíðaður vildum við auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að fylgjast með umræðu á netinu. Margir líta á blogg og aðra netheima sem svarthol, sökum þess að lengi hefur verið skortur á skilvirkum lausnum til að fá innsýn í netumræðu.
  • Markmið okkar er að viðskiptavinir Vaktarans fái góða innsýn yfir umræðuna um þá sjálfa, vörumerki tengd þeim og samkeppnina. Með þessum upplýsingum geti þeir síðan svarað skaðlegri umræðu, metið árangur markaðsherferða, stofnað til sambanda við viðskiptavini og verið meðvitaðir um stöðu sína meðal viðskiptavina.
  • Við hvetjum þig til þess að nýta tækifærið og prufa Vaktarann. Við erum sannfærð um að þú munir finna auðugt haf umfjöllunar um þig og þitt fyrirtæki.