Nýja vefsíða Vaktarans

13. September kl. 06:20 eftir Vaktarinn
Höfundur er einn af starfsmönnum Vaktarans. Vaktarinn fylgist með öllum helstu fréttavefsíðum, bloggsvæðum og samfélagsvefjum og gefur þér tækifæri til að skoða umræðuna í kringum þína vöru eða fyrirtæki í rauntíma - nánar

Það gleður okkur að fá að kynna glænýja vefsíðu Vaktarans. Vefsíðan hefur verið í vinnslu í tæplega mánuð og er nú loksins fullbúin og til í slaginn. Fyrrum vefsíða Vaktarans (sjá á mynd fyrir neðan) var orðin lúin og gömul, enda hátt í tveggja ára gömul. Hraði netsins er það mikill að bera mætti saman tveggja ára gamla vefsíðu við hund á fimmtugsaldri. Með nýrri heimasíðu koma nýjar áherslur, betri og ítarlegri útskýringar á notkun Vaktarans sem og hreinna viðmót sem einfaldar lestur og gleður hönnuði um land allt. Talandi um hönnuði; Það var okkar eigin, Magnús Ingi sem betur er þekktur sem Maggi Trymbill, sem hannaði vefinn frá toppi til táar og gerði hann það með glæsibrag enda ekki annað hægt, hann er jú hluti af Vaktarateyminu!

Ef þú hefur einhverjar athugasemdir varðandi heimasíðu Vaktarans, ekki hika þá við að hafa samband með tölvupósti á info (hjá) vaktarinn.is

Kveðja,
Glænýr Vaktari

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.