Ítarleg fjölmiðlavakt í rauntíma

Vaktarinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að fylgjast með umtali þar sem umræðan á sér stað svo hægt sé að taka þátt. Hann býður hins vegar einnig upp á kröftuga fjölmiðlavakt. Vaktarinn færir þér greinar fréttamiðla jafnt á prenti sem á netinu. Fjölmiðlavaktin í Vaktaranum er yfirgripsmikil, þægileg, einföld og hraðvirk.

Fjölmiðlavakt inní Vaktaranum

Orð fjölmiðla eru mikilvæg

Fjölmiðlar hafa mikið vald yfir umræðunni og ekki þarf mikið til að koma af stað orðrómum, sögusögnum eða jafnvel ranghugmyndum. Með Vaktaranum gefst þér og þínu fyrirtæki tækifæri á að fylgjast með hvað fjölmiðlar eru að segja um ykkur og ykkar vörumerki.

Orð einstaklingsins

Orð einstaklingsins eru mikilvægari

Á netinu eru það oftar en ekki fjölmiðlar sem hefja umræðuna en það eru einstaklingarnir sem stjórna í hvaða átt hún fer. Því skiptir það gríðarlega miklu máli að fylgjast grant með þeim athugasemdum sem geta komið á fréttasíðum.

Orð hópsins

Orð hópsins eru mikilvægust

Þeim mun fleiri einstaklingar sem standa á sömu skoðun, þeim mun sterkari og áhrifameiri getur sá hópur orðið. Vaktarinn getur hjálpað þínu fyrirtæki að greina þá hópa sem skipta sköpum og koma til móts við þá með einum eða öðrum hætti.

Fjölmiðlavaktin sem Vaktarinn bíður upp á nær eins og stendur ekki yfir sjónvarp og útvarp. Hins vegar birta flestir fréttamiðlir sömu fréttir í öðrum miðlum sem Vaktarinn hefur greiðan aðgang að. Með Vaktaranum færðu því hraðvirka og notendavæna fjölmiðlavöktun á mjög hagstæðu verði í samaburði við samkeppnina.

Hafir þú áhuga á að vita meira um þessa eiginleika Vaktarans, ekki hika við að:

  • HAFA SAMBAND

    vaktarinn (hjá) vaktarinn.is

  • BÓKA FUND

    S. 510-1050