Berðu þig saman við samkeppnina

Það er verið að tala um þig og þína samkeppnisaðila á netinu. Fylgstu með því hvernig umræðan þróast og berðu þig saman við samkeppnina og markaðinn með aðstoð Vaktarans.

Öflugur samanburður á vörumerkjum og fyrirtækjum

Með Vaktaranum gefst þér og þínu fyrirtæki tækifæri á að bera ykkur saman við önnur vörumerki eða fyrirtæki. Vaktarinn leyfir þér að setja upp eins margar leitir og þú vilt, með það að markmiði að bjóða uppá eins breiða og þægilega reynslu og mögulegt er. Með þessum leitum getur þú borið saman þitt fyrirtæki við önnur fyrirtæki, þína vöru við aðrar vörur, og í rauninni hvað sem þér dettur í hug.

Góður skilningur á viðhorfum til samkeppnisaðila

Mikilvægi þess að sjá hvernig umræðan er að þróast í kringum þitt fyrirtæki eða vörumerki á netinu er mjög skýrt. Sömuleiðis getur skipt sköpum að vita hvar samkeppnisaðilinn stendur, hvernig umræðan þróast hjá honum og hvað þitt fyrirtæki getur gert til að koma til móts við óánægða viðskiptavini samkeppnisaðila og þannig nálgast áður óþekkt tækifæri.

Samkeppnisforskot með betri skilningi á viðskiptavinum

Skilningur á umræðu á netinu getur gefið fyrirtæki þínu betri skilning á viðskiptavininum, þörfum hans og því sem hann sækist eftir. Að bera umræðuna um þitt fyrirtæki eða vörumerki saman við umræðuna í kringum fyrirtæki samkeppnisaðila getur þar að leiðandi skipt sköpum.

Samanburður getur hjálpað þér að skilja hvernig þitt vörumerki stendur gagnvart samkeppninni. Öðlastu innsýn í það af hverju fólk talar um samkeppnina. Hvaða atburðir eru það sem vekja upp umræðu um þig og þína samkeppni? Til að komast að þessu:

  • HAFA SAMBAND

    vaktarinn (hjá) vaktarinn.is

  • BÓKA FUND

    S. 510-1050