Tilkynningar í innhólfið í rauntíma

Vertu með puttann á púlsinum. Með tilkynningum Vaktarans getur þú brugðast við umræðunni um þitt fyrirtæki um leið og hún á sér stað.

Vertu sneggri að bregðast við

Í dag er gríðarlega mikilvægt að geta brugðist skjótt og örugglega við umræðu á netinu. Ef umræða í kringum vörumerki þitt eða fyrirtæki virðist vera að þróast í rangar áttir skiptir gríðarlega miklu máli að getað gripið í tauminn og beint umræðunni í réttar áttir.

Niðurstöður í rauntíma

Með Vaktaranum gefst þér og þínu fyrirtæki möguleiki á að fá tilkynningar sendar með tölvupósti eins fljótt og Vaktarinn tekur eftir umræðunni, en hann er á vaktinni allan sólarhringinn, dag sem nótt. Tilkynningar Vaktarans er góð leið fyrir fyrirtæki til að koma í veg fyrir misskilning og grípa inn í umræður byggðar á misskilningi áður en þær ná fótfestu.

Allir í fyrirtækinu geta verið meðvitaðir um gang mála

Vaktarinn gerir þér kleift að senda tilkynningar á alla notendur Vaktarans sem vinna í þínu fyrirtæki. Það er auðvelt að senda út tilkynningar til allra innan sömu deildarinnar, sem eykur líkurnar á því að gripið sé í tauminn eins fljótt og auðið er.

Þú getur valið að fá sendar tilkynningar í rauntíma, tvisvar á dag, daglega eða vikulega. Þú getur einnig deilt tilkynningum á samstarfsmenn, þannig að þeir séu meðvitaðir um gang mála. Ekki láta fleiri umræður fram hjá þér fara, skráðu þig í dag með því að:

  • HAFA SAMBAND

    vaktarinn (hjá) vaktarinn.is

  • BÓKA FUND

    S. 510-1050