Öflug umræðugreining fyrir þitt fyrirtæki

Vaktarinn býður upp á öfluga vöktun og greiningu á umræðunni og leyfir þér að halda utan um allt á einum stað. Þetta gefur þér mun betri yfirsýn en áður hefur þekkst.

Fylgstu með umræðunni

Umræðan á netinu hefur aukist svo mikið síðastliðin ár að það er orðið hér um bil ómögulegt ap halda utan um hana alla. Þar kemur Vaktarinn til sögunnar. Með Vaktaranum geta þú og þitt fyrirtæki fengið betri yfirsýn yfir umræðuna, tekið saman umræðu fyrri ára, borið hana saman við umræðuna í dag og þannig öðlast víðtækan skilning á því hvað fólk er að segja um vörumerki ykkar.

Öðlastu betri skilning á umræðuefnum

Vaktarinn nýtir sér háþróaða gervigreind til þess að gefa betri skilning á þeim umræðuefnum sem tengjast þínu vörumerki eða fyrirtæki. Með Vaktaranum styttir þú skrefin að upplýsingunum með hjálp þriggja ára af þróun hjá því ótrúlega teymi sem Vaktaranum hefur tekist að sanka að sér.

Auðvelt og þægilegt viðmót

Hjá Vaktaranum leggjum við áherslu á að veita notendum okkar auðveld og þægileg viðmót sem eru jafnframt yfirgripsmikil og ítarleg. Allt er gert í gegnum netið, sem gefur þér tækifæri á að skoða umræðuna hvar sem er, hvenær sem er og úr hvaða tölvu sem er.

Umræðugreining Vaktarans er einstaklega öflug. Vaktarinn safnar saman þúsundum greina á dag og greinir innihald þeirra. Þú getur leitað að þínu vörumerki, fyrirtæki eða stjórnendum og áttað þig samstundis á því hvað er verið að segja. Ekki hika, skráðu þig í dag með því að:

  • HAFA SAMBAND

    vaktarinn (hjá) vaktarinn.is

  • BÓKA FUND

    S. 510-1050