Með því að versla þjónustu hjá Vaktarinn.is er litið svo á að þú hafir samþykkt eftirfarandi skilmála og skilyrði. Vinsamlega hafðu samband við vaktarinn (hjá) vaktarinn.is ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir. 1. Almennt
   1. Vaktarinn er heiti á þjónustu sem fyrirtækið Keldan ehf. veitir. Í eftirfarandi skilmálum verður fjallað um Vaktarann og Kelduna ehf. sem eina heild undir nafninu Vaktarinn.
   2. Allir sem fá aðgang að þjónustunni gefa Vaktaranum leyfi til þess að geyma viðkomandi netfang í gagnagrunni sínum og hafa samband með tölvupósti. Ef þú kýst að vera tekin(n) af póstlista hafðu þá samband við okkur á vaktarinn (hjá) vaktarinn.is.
   3. Óheimilt er að framselja þjónustuna áfram til 3ja aðila hvort sem um er að ræða gegn gjaldi eður ei, nema með fyrirfram fengnu skriflegu leyfi Vaktarans.
2. Greiðsluskilmálar
   1. Gjald fyrir áskrift er skv. gjaldskrá sem Vaktarinn gefur út á hverjum tíma. Allar breytingar á gjaldskrá mun Vaktarinn tilkynna notendum með tölvupósti með minnst eins mánaðar fyrirvara. Greitt er fyrir þjónustuna fyrirfram.
   2. Öll verð í gjaldskránni eru án VSK en reikningar eru gefnir út með VSK.
   3. Áskrifandi skal greiða fyrir útskrift greiðsluseðla, svokallað greiðsluseðilgjald, nema hann óski þess að reikningur sé skuldfærður beint á greiðslukort og þá er enginn greiðsluseðill gefinn út.
   4. Áskrifandi ber fulla ábyrgð á greiðslum til Vaktarans vegna þjónustunnar.
   5. Reikningstímabil hefst 1. hvers mánaðar og lýkur síðasta dag þess mánaðar með eindaga 14 dögum síðar. Undantekning frá því er þegar fyrsti reikningur er sendur út. Hann er sendur þann dag sem viðskiptavinur skráir sig með gjalddaga og eindaga 14 dögum seinna. Upphæðin miðast við hversu margir dagar eru eftir af þeim mánuði sem viðskiptavinur skráir sig. Í næsta mánuði eftir það er miðað við hefðbundið reikningstímabil.
   6. Uppsagnarfrestur áskriftar er þrír mánuðir.
   7. Sé reikningur greiddur eftir eindaga greiðir áskrifandi dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Vaktaranum er heimilt að synja áskrifanda um þjónustu ef þjónusta er ekki greidd á eindaga.
   8. Ef áskrifandi hefur athugasemdir við reikninga verður hann að láta vita um þær án tafar og eigi síðar en á eindaga. Að öðrum kosti telst reikningurinn réttur.
3. Uppsögn
   1. Viðskiptavinir geta sagt upp þjónustu minnst 14 daga fyrir lok viðkomandi reikningstímabils og skal uppsögn þá miðast við upphaf nýs reikningstímabils. Ef uppsögn berst með minna en 14 daga fyrirvara fyrir lok viðkomandi reikningstímabils skal uppsögn þá miðast við lok næsta reikningstímabils.
   2. Uppsagnir skulu sendar með tölvupósti á netfangið vaktarinn (hja) vaktarinn.is. Uppsögn felur í sér að notendanafn og lykilorð verða óvirk í lok þess reikningstímabils, sem um ræðir.
   3. Vaktaranum er heimilt að bjóða upp á samninga þar sem áskrifandi skuldbindur sig í allt að 12 mánuði. Ef áskrifandi segir upp slíkum samningi á samningstíma áskilur Vaktarinn sér rétt til að krefja áskrifanda um uppgreiðslugjald. Uppgreiðslugjaldið er allur sá afsláttur sem veittur hefur verið að auki eins mánaðar þjónustugjalds.
4. Notendaaðstoð
   1. Notandi Vaktarans gerir sér gein fyrir og samþykkir að starfsmenn Keldunnar muni hugsanlega þurfa að innskrá sig sem viðkomandi notandi til að sinna viðhaldi og/eða leysa vanda notanda við notkun Vaktarans. Keldan mun tryggja að upplýsingar notanda verði einungis nýttar til að leysa tiltekið verkefni og að sama skapi tryggja að upplýsingar muni undir engum kringumstæðum komast í hendur 3ja aðila nema lög og/eða úrskúrður dómstóla kveði á um annað.
5. Önnur ákvæði
  1. Rísi upp ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum getur áskrifandi sent Vaktaranum kvörtun með tölvupósti á netfangið vaktarinn (hjá) vaktarinn.is.
  2. Áskrifandi er ábyrgur fyrir því að skilmálum þessum sé framfylgt og brot á þeim getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu.
  3. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum nema með dómsúrskurði eða lög kveði á um annað.
  4. Vaktarinn áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara viðskiptaskilmála, enda verði áskrifendum tilkynnt um það. Útsending nýrra viðskiptaskilmála í tölvupósti og birting á heimasíðu Vaktarans telst nægileg tilkynning. Litið er svo á, að áskrifandi hafi samþykkt breytinguna ef hann notar þjónustuna eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.